Eyjamaður Íslandsmeistari í sandspyrnu

3.Desember'20 | 15:01
gretar_mar_jeppinn

Stund milli stríða. Grétar Már við bílinn sinn. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Grétar Már Óskarsson tryggði sér í haust Íslandsmeistaratitlinn í sandspyrnu í flokki jeppa. Grétar Már keppir fyrir Torfæruklúbb Suðurlands. 

„Þetta var þriðja árið sem ég keppi. Hin árin var ég í öðru sæti.” segir hann í samtali við Eyjar.net. „Ég var í götubílaflokki. Það er að segja ekki á sérútbúnu tæki.”

Setti faraldurinn eitthvert strik í reikninginn?

Jú, það áttu að vera fimm keppnir en enduðu í fjórum. Grétar sem fagnar fertugsafmæli á morgun bíður þess enn að fá afhentan titilinn, og er það vegna faraldursins sem það hefur tafist.

Hann viðurkennir að þetta sé tímafrekt áhugamál. „Það er mikill undirbúningur fyrir hverja keppni, Maður er alltaf að ditta að bílnum og reyna að nýta hvert hestafl til fulls.” Grétar segist staðráðinn í að verja titilinn á næsta ári, enda smíði á nýjum og léttari bíl hafin.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá Grétari Má Óskarssyni. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).