Bæjarstjórn fundar í kvöld

3.Desember'20 | 16:00
IMG_2769

Frá fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

1566. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað í dag og hefst hann kl. 18:00. Vænta má að fyrirferðamesta mál fundarins verði síðari umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar.

Fundurinn verður sendur út beint með fjarfundarbúnaðinum Teams og verður hægt að fylgjast með fundunum hér þegar útsending hefst. Upptöku af fundinum má sjá neðst í þessari frétt.

Rétt er að vekja athygli á því að ekki er þörf á að setja upp Teams til að geta horft á fundinn heldur dugir að smella á hnappinn "Horfa á vefnum í staðinn" á vefsíðunni sem kemur þegar smellt er á linkinn hér að ofan, og smella síðan á "join anonymously"

Dagskrá fundarins:


Almenn erindi
1. 202006242 - Fjárhagsáætlun 2021
  - Seinni umræða -
     
2. 202010069 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024
  - Seinni umræða -
     
3. 201212068 - Umræða um samgöngumál
     
4. 201810114 - Umræða um heilbrigðismál
     
5. 202002051 - Málefni Hraunbúða
     
6. 202009010 - Stytting vinnuvikunnar í kjaramálum
     
7. 202011055 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar
     
8. 201808173 - Dagskrá bæjarstjórnafunda
     

Fundargerðir til staðfestingar
9. 202010018F - Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja - 257
  Liður 1, Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2021, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-7 liggja fyrir til staðfestingar.
     
10. 202011002F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 253
  Liður 5, Sambýlið, Vestmannabraut 58b - Brynja - hússjóður, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4 og 6-7 liggja fyrir til staðfestingar.
     
11. 202011003F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 335
  Liður 1, Deiliskipulag Austurbæjar við miðbæ, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 2-6 liggja fyrir til staðfestingar.
     
12. 202011005F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3141
  Liður 5, Starfshættir kjörinna fulltrúa, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-4 og 6-19 liggja fyrir til staðfestingar.
     
13. 202011007F - Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja - 336
  Liður 4, Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Umhverfisstefna Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3 og 5 liggja fyrir til staðfestingar.
     
14. 202011008F - Fræðsluráð - 337
  Liður 2, Gjaldskrár. Gjaldskrá. Skólamáltíðir og vistgjöld. Leikskólar. Grunnskóli. Frístundaver, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 4, Samræmd próf 2020-2021, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 5, Menntarannsókn, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1,3, og 6-8 liggja fyrir til staðfestingar.
     
15. 202011009F - Fjölskyldu- og tómstundaráð - 254
  Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.
     
16. 202011011F - Bæjarráð Vestmannaeyja - 3142
  Liður 4, Viðbrögð vegna veiruógnunar, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 6, Sérstakur fjárstuðningur til ÍBV íþróttafélags vegna COVID-19, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 7, Erindi frá GV um framtíðaráform klúbbsins. liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liður 12, Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.
Liðir 1-3, 5 og 8-11 liggja fyrir til staðfestingar.
     
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).