Krafan er að allir sitji við sama borð

segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis

2.Desember'20 | 11:10
herjolfsfarth_2020

Gjaldskrá Herjólfs hækkaði um 25-33% um síðustu mánaðarmót. Ljósmynd/TMS

Á mánudaginn var tilkynnt um tuga prósenta hækkun á gjaldskrá Herjólfs. Rekstur Herjólfs hefur verið þungur og hefur stjórn félagsins verið að endurskipuleggja reksturinn samhliða því að endursemja við Vegagerðina um rekstur skipsins.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmis segir aðspurður um hvort honum sé kunnugt um að aðrar almenningssamgöngur í landinu séu að hækka í líkingu við þetta að honum sé ekki kunnugt um það og finnst enginn taktur því að Vestmannaeyingar þurfi öðrum landsmönnum fremur að taka á sig hækkanir vegna reksturs sem hefur orðið fyrir áföllum í covidinu.

Gjaldskrá Strætó hækkar um 3-5% um áramót

„Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem hafa átt við verulega rekstrarörðuleika að stríða hafa ekki hækkað og mun gjaldskrá Strætó aðeins hækka um vísitöluhækkanir um áramót, ca 3- 5%. Strætó sér um samgöngur við Herjólf í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn og ferðakostnaður með þeim hækkar um 3-5% áramót, enda bundnir samningar við Vegagerðina um þá flutninga. Það eru allir að halda sjó og sjá hvernig við komumst fyrir horn í þessu ástandi og geri upp stöðuna áður en ákveðið er hvernig farið verður með tapið á almannaþjónustu sveitarfélaga í covidinu.

Líklega má telja að þegar það liggi fyrir verði sótt á ríkið um stuðning og eins má gera ráð fyrir að sveitarfélögin taki hluta af skellinum á sig. En þangað til eru sveitarfélögin að bíða með hækkanir umfram verðlagshækkanir á íbúana. Ég veit að rekstur Herjólfs hefur af ýmsum ástæðum verið þungur en það er spurning hvenær nauðsynlegt er að flytja þann kostnað yfir á íbúana.”

Las fréttir um hækkanir í Morgunblaðinu í morgun

Voru þingmenn kjördæmisins upplýstir um þessar hækkanir áður en þær voru kynntar almenningi?

Nei, ég las þessar fréttir í Morgunblaðinu í morgun og hef áður haft fréttir af kjarabreytingum frá áhafnarmeðlimum á Herjólfi sem hafa sett sig í samband við mig. Það hefur ekki staðið á okkur þingmönnum að leggja okkur fram um stuðning við rekstur Herjólfs og mér hefur persónulega verið málið mjög skylt og mun ég eftir því sem ég best get lagt mitt lóð á vorgarskálina en verð að vera upplýstur.

Ásmundur segir að eftir því sem hann best viti hafi verið komin ca 60 m.kr. vegna covid en það er á milli Herjólfs og Vegagerðar.

„Mikilvægt er að taka þann kostnað saman með tekjutapi og sækja á ríkissjóð. Það ger aðrir aðilar eins og t.d. sjúkraflutningar sem hafa kostað meira í faraldrinum og þeir aðilar sem eiga inni í því tilfelli hjá Sjúkratryggingum munu leita eftir greiðslum á þeim umframkostnaði hjá SÍ.”

Áætla að 65 milljarða aukakostnaður verði samþykktur af Alþingi í aukafjárlögum

„Ríkið hefur sagt heilbrigðiskerfinu að covid-kostnaður verði greiddur. Það tekur auðvitað tíma að koma þeim upplýsingum í hús og enn er veiran að valda truflunum og lokunum í samfélaginu. Í síðustu aukafjárlögum á þessu ári sem lögð verða fyrir þingið á næstu dögum má áætla að 65 milljarða aukakostnaður verði samþykkur af Alþingi en það er líklega aðeins hluti af því sem þegar er komið fram. Það eru margir sem telja sig eiga inni en ríkið er að taka að láni 300 milljarða til að halda velferðinni og minnka álagið á heimili og atvinnulíf.

Það er mín skoðun að íbúar í Vestmannaeyjum eigi að búa við sömu aðstæður og aðrir íbúar landsins að þeirra ferðakostnaður hækki ekki umfram það sem gerist hjá öðrum íbúum á landsbyggðinni og samgöngur til Vestmannaeyja fái sama stuðning og mögulega almenningssamgöngur í landinu munu fá frá ríkinu þegar covidkostnaðurinn verður gerður upp. Að allir sitji við sama borð er krafan.” segir Ásmundur að endingu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).