Jólagjafir fyrir handlagna og óhandlagna

2.Desember'20 | 14:00
20201130_144953-001

Tómas sýnir blaðamanni vörurnar í verslun Skipalyftunnar. Ljósmyndir/TMS

Þeir lesendur Eyjar.net sem eiga eftir að kaupa jólagjöf ættu að hafa verslun Skipalyftunnar í huga en þar má finna mikið úrval verkfæra á verði sem kemur á óvart.  

Verkfæri frá Trotec, Milwaukee, og TopTul eru stórsniðgugar jólagjafir fyrir handlagna og ekki síður þá sem eru það ekki enda henta þessi frábæru verkfæri öllum.  Þar má einnig finna margt fyrir heimilið og allt sem þarf til málningar. Skipalyftan heldur einnig úti lager með mikið úrval af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum.

,,Meðal þess sem við bjóðum uppá er gott úrval af efnavöru, verkfærum, veiðafæravörum, svo fátt eitt sé nefnt, segir Tómas Guðjónsson, verslunarstjóri. Tómas bætir einnig við að sérsmíðuðu vinsælu leiðisluktirnar eru til á lager í Skipalyftunni.

Í samstarfi með Byko og Múrbúðinni

Skipalyftan er er í samstarfi við bæði Múrbúðina og Byko. ,,Við bjóðum flest það sem þessar búðir hafa upp á að bjóða. Vissulega þurfum við stundum að panta vörurnar fyrir viðskiptavini en í þeim tilfellum eru þær komnar eftir 2-3 daga.“ segir Tómas.

„Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur allt þetta ár enda fólk mikið heima vegna alheimsfaraldursins og þá er ekkert annað að gera en að klára tossalistann sem hefur safnast upp undanfarin ár“ segir Tommi og bætir við að mikið hafi selt af málningu í ár en Skipalyftan er umboðsaðili Flügger í Vestmannaeyjum. 

Skipalyftan hefur selt mikið af skipulagskössum undanfarið og ljóst að flest heimili í Vestmannaeyjum eru skipulögð að sögn Tómasar en þessa vinsælu plaskassa færðu hjá strákunum í verslun Skipalyftunnar.

Bílinn þarf líka að vera þrifinn fyrir jólin

Tómas sýnir blaðamanni Eyjar.net glæsilega línu fyrir umhirðu bíla sem Skipalyftan selur.  „Við bjóðum Eyjamönnum upp á frábæra línu frá KochChemie, sem er þýskur framleiðandi hreinsiefna sem hefur unnið með öllum helstu bílaframleiðendum í Þýskalandi í 50 ár við að þróa bílahreinsiefni sem uppfylla ströngustu kröfur sérfræðinga sem og bílaáhugamanna“ segir Tómas og ljóst að hann er stoltur að hafa þessar vörur í hillum verslunar Skipalyftunnar. 

Hæglega er hægt að finna gjafir sem gleðja í verslun Skipalyftunnar.  Sjón er sögu ríkari.

Skipalyftan er til húsa á Eiðinu. Verslunin er opin alla virka daga frá klukkan 8-18 og á laugardögum frá kl. 10-12.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).