Fánar dregnir að húni á nýrri slökkvistöð

2.Desember'20 | 13:26
ny_slokkvistod_021220_fb

Ljósmynd/Facebooksíða Slökkviliðs Vestmannaeyja.

Í dag urðu tímamót í framkvæmdum að Heiðarvegi 14 þegar fánar voru dregnir að húni en þar með telst nýja slökkvistöðin formlega risin.

Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri skrifar pistil af þessu tilefni inná facebook-síðu Slökkviliðsins. ÞAr segir að vegna samkomutakmarkana og þess ástands sem nú ríkir í samfélaginu var ákveðið að draga einungis fánana að húni í tilefni dagsins og bíða með formlegan fögnuð þar til betur stendur á og takmörkunum hefur verið aflétt.

Skóflustunga að nýrri slökkvistöð var tekin þann 14. mars og fyrsta steypan rann í mótin tveimur mánuðum síðar eða þann 13.maí s.l. Síðasta uppsteypan í byggingunni var svo 13.nóvember þegar steypt var á milli sperra.

Uppbyggingin hefur gengið gríðarlega vel hingað til, svo eftir hefur verið tekið. Næstu skref eru að klára að loka þakinu svo innivinna, sem nú þegar er hafin að hluta, geti hafist af fullum krafti.

Þetta eru spennandi tímar og verður gaman að fylgjast með þegar þessi nýja og glæsilega aðstaða slökkviliðsins fer að taka á sig endanlega mynd.
Innilegar hamingjuóskir með daginn og áfangann Slökkvilið Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær, 2Þ-verktakar og bæjarbúar allir, segir í pistli Friðriks Páls.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).