Styrkja ÍBV-íþróttafélag um 20 milljónir vegna tekjufalls

1.Desember'20 | 12:45
Orkumót_sgg

Styrkurinn er ætlaður til barna og unglingastarfs og er skilyrtur við að æfingagjöld hækki ekki á árinu 2021. Ljósmynd/SGG

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir erindi formanns og framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags um viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ vegna tekjufalls félagsins af völdum Covid-19 sem nemur tugum milljóna króna. 

Um er að ræða beiðni um 20 milljón kr. fjárstyrk fyrir árið 2020. Vegna samkomutakmarkana stjórnvalda hefur ÍBV orðið af bróðurparti tekna sinna á þessu ári. Félagið reiðir sig m.a. á tekjur af Þjóðhátíð og öðrum viðburðum, en flestir þessara viðburða hafa fallið niður. Ráðist hefur verið í hagræðingaraðgerðir, en ljóst er að ef halda úti óbreyttu íþróttastarfi barna og ungmenna þarf að koma til viðbótarfjármagn. Öðrum kosti gæti komið til þess að félagið neyðist til að hækka æfingagjöld umtalsvert.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi 20 milljón kr. fjárstyrk á árinu 2020 vegna tekjufalls félagsins af áhrifum hertra samkomutakmarkana. Styrkurinn er ætlaður til barna og unglingastarfs og er skilyrtur við að æfingagjöld hækki ekki á árinu 2021. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að gera samning við ÍBV um fjárstyrkinn og skilyrði fyrir honum. Bæjarráð felur jafnframt fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2020 þar sem gert er ráð fyrir þessari fjárveitingu.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).