Skólahald með óbreyttum hætti til og með 8. desember
1.Desember'20 | 17:32Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.
„Við höldum áfram að vinna eftir þeim reglum sem í gildi eru og viljum gera það vel og komast hjá því að þurfa að senda nemendur og starfsfólk í sóttkví eða einangrun yfir jólahátíðina. Þess vegna reynum við að takmarka blöndun nemenda í bekkjum/árgöngum.
- Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
- Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
- Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, blöndun nemenda er leyfileg í íþróttatímum.
- Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
- Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 í hverju rými í 5. -10. bekk.
- Þar sem ekki næst að halda 2 m. nálægðartakmörkunum í skólanum, þurfa nemendur í 8. -10. bekk að vera með grímur í skólanum.
- Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.-10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.
- Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.
Þar sem ekki má blanda hópum eða hafa fleiri en 25 nemendur í sama rými á miðstigi sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á hádegismat á miðstigi. Nemendur þurfa því að mæta áfram með tvöfalt nesti. Annars fer skólahald á yngsta - og miðstigi eftir gildandi stundatöflu og er með nokkuð eðlilegum hætti.
Skólahald á unglingastigi verður áfram með sama hætti, styttri kennslustundir með góðum pásum á milli þar sem nemendur geta hvílt sig á grímunotkun. Allir valáfangar falla niður,” segir í grein Önnu Rósar Hallgrímsdóttur, skólastjóra GRV.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).