"Lokað vegna vinnudeilu''

25.Nóvember'20 | 20:11
gaeslan_þyrla_eyjar_fb

Þyrla Landhelgisgæslunnunnar á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/Landhelgisgæslan.

Það er algjörlega ótækt að drepið verði á síðustu björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar núna á miðnætti í kvöld. Þetta er líklega eina neyðarþjónustan í heiminum, sem sér um leit og björgun á fólki í lífsháska, þar sem svarað verður: ''Nei, því miður, það er lokað vegna vinnudeilu''.

Þetta segir Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Suðurkjördæmi á facebook-síðu sinni, Páll kallaði eftir því á Alþingi í dag að lög yrðu sett á verk­fallið fyrir mið­nætti. „Manns­líf geta verið í húfi og á­byrgð þeirra sem komið hafa málum í þessa stöðu er mikil,“ sagði hann.

Þingmaðurinn benti líka á það í stuttri þingræðu í dag, að vegna óveðurs gætu strax í nótt skapast þær aðstæður að stór þyrla væri það eina sem til bjargar mætti verða fólki í lífshættu heima í Eyjum; hvað þá sjómönnum á hafi úti. „Þetta gengur ekki!” segir hann.


 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.