Viltu hafa áhrif 2021?:

26 umsóknir bárust

24.Nóvember'20 | 07:23
krakkar_hoppud

Dæmi um verkefni sem kom í gegnum Viltu hafa áhrif er hoppudýnan vinsæla sem sett var upp á Stakkagerðistúninu. Ljósmynd/TMS

Fyrr á þessu ári auglýsti Vestmannaeyjabær eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2021? 

Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna styrki til fjölda sýninga, menningartengdrar bókaútgáfu, leiktækja á opnum svæðum og göngustíga, segir í fundargerð bæjarráðs.

Bæjarráð hittist á vinnufundi 16. nóvember sl. og tók ákvörðun um hverjir hljóta styrki í ár. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir 11 milljónum kr. í Viltu hafa áhrif?. Alls bárust í ár 26 styrkumsóknir sem og fjöldi ábendinga um hvað betur má fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar bæjarbúum fyrir fjölbreyttar umsóknir og ábendingar. Það er ljóst að bæjarbúar eru hugmyndaríkir um hvernig gera megi góðan bæ enn betri. Upplýst verður um hvaða aðilar hlutu styrk við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn 3. desember nk. Styrkirnir verða svo formlega afhentir þriðjudaginn 8. desember nk.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).