Jón Ingason leikmaður ársins

21.Nóvember'20 | 21:15
jon_inga_leikm_arsins

Leikmaður ársins að mati þjálfara liðsins er Jón Ingason.

Þjálfarar meistaraflokks karla hjá ÍBV hafa gert upp tímabilið sem var í senn afar óvenjulegt, og völdu þá leikmenn sem hafa skarað hvað mest fram úr.

  • Leikmaður ársins: Jón Ingason
  • Efnilegasti leikmaðurinn: Tómas Bent Magnússon
  • IBV-ari ársins: Ásgeir Elíasson
  • Markakóngur: Gary Martin

​Frá þessu er greint á facebook-síðu knattspyrnudeildar ÍBV. Strákunum er öllum óskað innilega til hamingju.

Leikmaður ársins að mati þjálfara liðsins er enginn annar en Jón Ingason en hann er uppalinn hjá ÍBV og kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik 11. september 2011 í Pepsi deildinni gegn Þór. Jón hefur leikið 137 meistaraflokksleiki fyrir félagið en hann er 25 ára gamall.

Þjálfarar meistaraflokks karla hafa valið efnilegasta leikmann ÍBV þetta árið en það er Tómas Bent Magnússon. Tómas er fæddur árið 2002 og spilaði 12 leiki fyrir ÍBV í deild og bikar í sumar og skoraði í þeim 3 mikilvæg mörk, en félagið bindur miklar vonir við þennan unga leikmann.

Markakóngur ÍBV 2020 kemur ekki mörgum á óvart en Gary Martin skoraði 11 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni og 7 mörk í 4 leikjum í bikarnum í sumar eða 18 mörk samtals.

Ásgeir Elíasson var valinn ÍBV-ARI ársins, en sá leikmaður er einn mikilvægasti hlekkur liðsins jafnt innan sem utan vallar.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.