Íris Róbertsdóttir skrifar:

Tvö vindhögg í sama málinu

20.Nóvember'20 | 12:46
iris_roberts

Íris Róbertsdóttir

''Bæjarfulltrúi skal beina beiðni um aðgang að gögnum til bæjarstjóra sem veitir honum afrit af gögnum, upplýsingum eða öðru aðgengi''.

Þetta ákvæði, eða sambærilegt, hefur verið í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyja í áratugi og var m.a. samþykkt með þessu orðalagi 2013 þegar D-listinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Þetta er eðlilegt og sambærilegar reglur eru í gildi hjá flestum öðrum sveitarfélögum. Fyrst og fremst er þetta gert til að bæjarfulltrúar geti haldið bæjarstjóranum ábyrgum fyrir því að umbeðnar upplýsingar berist en þurfi ekki að eltast við einstaka starfsmenn vegna þeirra. En þetta er líka gert til að hlífa starfsmönnum við því sem gæti verið óþægileg staða gangavart kjörnum fulltrúum. Það er sem sé eðlilegast að svona fyrirspurnir fari allar í gegnum einn farveg hjá framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, sem er þá ábyrgur fyrir því að þeim sé svarað, í stað þess að verið sé að argast í einstökum starfsmönnum bæjarins.

Nú bregður hins vegar svo undarlega við að oddvita D-listans virðist vera ókunnugt um þetta ákvæði í bæjarmálasamþykktinni og bókar þetta á síðasta bæjarstjórnarfundi:

''Aldrei nokkurn tímann hefur það tekið aðra starfsmenn sveitarfélagsins viðlíka tíma að svara þegar til þeirra hafa verið beint álíka spurningum en fulltrúum minnihlutans hefur verið gert að beina öllum spurningum sínum til bæjarstjóra og þannig hefur aðgengi þeirra að starfsmönnum sveitarfélagsins og verið takmörkuð verulega''.

Hvernig rímar þetta nú við hina ágætu bæjarmálasamþykkt sem D-listinn stóð sjálfur fyrir? Ber að skilja þessa bókun sem svo að oddvitinn hafi hingað til verið að brjóta þessa samþykkt, vísvitandi eða af vanþekkingu, með því að krefja einstaka starfsmenn bæjarins um upplýsingar? Og hver var svo þessi óskaplega langi tími sem bæjarstjórinn tók sér til að svara oddvitanum? Jú, það voru tveir dagar. Spurningarnar bárust 3. nóvember og var svarað 5. nóvember. Sjálfsagt hefði tekið enn styttri tíma að svara erindinu ef það hefði ekki borið upp á þá daga þegar allt var á öðrum endanum vegna endurskipulagningar á skólastarfi og fleiru vegna hertra covid aðgerða.

Þessi bókun oddvita D-listans er vindhögg.

Jafnvel enn meira vindhögg er grein sem oddvitinn birtir síðan í fréttamiðlum bæjarins í gær. Þar heldur oddvitinn því fram að á henni hafi verið brotinn trúnaður með því að birta í fundargerð bæjarráðs spurningarnar sem um getur hér að ofan og tók svo óskaplega langan tíma að svara, sem sagt tvo daga. Hún segir að þetta hafi verið  ''...tölvupóstur sem ég sendi persónulega á bæjarstjóra...''. Það er ekki rétt. Þetta var tölvupóstur sem kjörinn fulltrúi stílar á bæði bæjarstjóra OG framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins með 10 tölusettum spurningum og ritar undir með nafni og titlinum: ''Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum''. Átti ég að líta svo að þetta erindi hefði verið sent mér ''persónulega'' eins og oddvitinn heldur fram? Auðvitað nær það engri átt.

Þessi grein oddvitans er líka vindhögg; númer tvö í sama málinu.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).