Lokadagar Safnahelgar

– Mikil ánægja með sýningarnar

20.Nóvember'20 | 13:40
Þríeykið

Þríeykið Hörður, Viktor og Kári. Ljósmynd/aðsend

Myndasýningar í búðargluggum í miðbænum hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá bæjarbúum og gestum. Þar eru sýnishorn af einstökum myndum sem Ljósmynda- og Kvikmyndasafn Vestmannaeyja hafa að geyma. 

Kaupmenn, sem sýnt hafa verkefninu mikinn áhuga tóku vel í að framlengja sýninguna fram yfir helgi. Það er því ennþá möguleiki að gera sér ferð í bæinn og kíkja á myndasýningarnar sem rúlla í sjónvörpum í verslunum.

Það hefur verið starfsfólki Safnahús ánægjuefni sú mikla ánægja og athygli sem sem sýningarnar hafa fengið. Þær voru sýndar á Hraunbúðum í vikunni og voru dæmi um að íbúar þar þekktu sjálfa sig á unga aldri.

Ný myndbönd á netið

Þetta er aðeins lítið brot af því sem söfnin hafa að geyma og á næstunni verða sett inn myndbönd á Fésbókarsíðu Sagnaheima. Nýtt myndband verður sett inn í dag og væntanlegar eru lengri myndskeið inn á heimasíðu safnsins, sagnheimar.is.  Má búast við viðbrögðum því ekki færri en tíu þúsund kíktu á kynningarmyndbandið sem sett var inn í síðustu viku, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).