Skammtímasamningur um rekstur Hraunbúða í burðarliðnum

19.Nóvember'20 | 07:05
hraunbud_skilti

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Málefni Hraunbúða voru áfram til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á þriðjudaginn. Bæjarstjóri greindi frá fundum með Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um framhald reksturs Hraunbúða. 

Lagt er til við bæjarstjórn að Vestmannaeyjabær reki Hraunbúðir áfram til a.m.k. 1. apríl á næsta ári. Með því er verið að freista þess að starfshópur heilbrigðisráðherra um fjármál dvalar- og hjúkrunarheimila hafi lokið greiningu á heimilunum og fyrir liggi niðurstöður um hvort ríkinu beri að greiða umtalsvert hærri upphæð með rekstri þeirra en gert hefur verið undanfarin ár. Liggi ekki fyrir niðurstaða í mars á næsta ári, er ljóst að reksturinn færist til ríkisins.

Fyrir liggja drög að þriggja mánaða samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Hraunbúða.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að ráðið feli bæjarstjóra að ganga frá samningi um rekstur Hraunbúða á þeim nótum sem bæjarráð ræddi um, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og að teknu tilliti til dagdvalarþjónustu við eldri borgara sem rædd var á fundinum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).