Litla Skvísubúðin fagnar 10 ára afmæli

19.Nóvember'20 | 11:38
sigrun_alda_og_sveinn_ads

Sigrún Alda ásamt eiginmanni sínum, Sveini Ásgeirssyni.

Um þessar mundir á Litla Skvísubúðin 10 ára afmæli. Við settumst niður og ræddum aðeins við Sigrúnu Öldu um reksturinn og hvernig þetta byrjaði allt saman.

„Það er ánægjulegt að geta starfað við það sem manni þykir skemmtilegt að gera.” segir Sigrún. Verslunin hefur vaxið sem fiskur um hrygg og vöruúrvalið hefur aldrei verið betra.

Draumurinn rættist

„Ég byrjaði með verslunina í kjallaranum heima hjá mér. Í rauninni langaði mig bara að prófa að gera eitthvað pínu djarft og sjá hvað yrði og ég ætlaði aldrei að vera lengi í þessum bransa, en þetta hefur heldur betur undið upp á sig. Draumurinn var alltaf að reka mína eigin verslun og það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar og í rauninni ótrúlegt hvað verslunin náði að vaxa á skömmum tíma. Til gamans má segja frá því að ég byrjaði með 140 herðatré og fannst það mjög mikið á þeim tíma. Í dag eru herðatrén yfir 1200 en það er bara þau sem er frammi í búð. Lagerinn á ég allan og þannig vil ég hafa það og þannig hefur það alltaf verið. Ég hef sjaldan tekið áhættu með reksturinn, heldur átt fyrir mínu.”

Stækkuðu búðina og tóku inn barnaföt

Sigrún flutti verslunina niður við Krónu og var þar í nokkurn tíma. „Ég sá að sú aðstaða var ekki nógu góð og þar fyrir utan var rýmið allt of lítið. Árið 2013 ákvað ég að festa kaup á Skólavegi 6 sem við hjónin löppuðum upp á, með hjálp pabba. Ég opnaði þar í hálfu rými í byrjun febrúar 2014. Í hinum helmingum var Anna á Löndum, heitin með saumastofu. Þegar hún lést ákváðum við að opna á milli og stækka búðina og ég ákvað að taka inn barnaföt og hefur það gengið vonum framar.”

Netverslunin blómstar

„Útgerðin flutti svo til mín og áttum við Hrund mjög gott samstarf. Okkur til mikillar leiða lokaði hún fyrr á þessu ári, svo nú hef ég allt rýmið fyrir mig. Netverslunin mín fór í loftið í lok árs 2018 og hefur einnig náð að vaxa og dafna. Auðvitað er róðurinn stundum þungur, ég tala nú ekki um þegar heimsfaraldur stendur yfir og þá þarf að hlúa að litlu fyrirtækjunum sem við eigum, því ekki viljum við missa þau í burtu. Ég var reyndar heppin að reksturinn gekk brjálæðislega vel í sumar, þar sem íslenskar konur létu til sín taka í kaupunum. Ég held í rauninni að þeim hafi pínu fundist þær komnar til útlanda og versluðu í takt við það. Einnig var mikið að gera í netverslun sem gerir þetta líka svo miklu skemmtilegra.” segir hún. 

Sigrún hefur nokkrum sinnum fengið spurningar af hverju hún hafi opnað á sínum tíma. „Af hverju ég vilji vera í þessu. Þetta er bara svo gaman og ég legg mig fram við það sem ég geri og hef alltaf gert og áhugi minn fyrir þessu er gríðarlegur, þar sem ég er alltaf að þreifa mig áfram með netverslunina og hvernig best sé að haga þessu. Ég er með ágætis menntun en í dag sé ég mig ekki gera neitt annað og auðvitað nýtist menntunin við rekstur fyrirtækisins.”

Ánægjulegt að margir ætli að versla í heimabyggð þetta árið

„Best af öllu er að ég hef eignast fullt af góðum vinum með fram rekstrinum og raðað í kringum mig góðu fólki sem ber hag verslunarinnar fyrir brjósti, ekki síður en ég og það er svo ómetanlegt og fyrir það er ég þakklát. Án þeirra væri ég líklega löngu hætt.

Tilhlökkun fyrir jólaösinni er mikil. Ég lofa að það verður allskonar skemmtilegt til hjá okkur og finnst mér mjög ánægjulegt að heyra að margir ætla að versla í heimabyggð þetta árið.” segir Sigrún að lokum.

Hér má sjá heimasíðu Litlu Skvísubúðarinnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).