Fréttatilkynning:

Upphaf aldauðans - sýning í Eldheimum

- helgina 21. og 22. nóvember

18.Nóvember'20 | 13:18
Þór Sigurþórsson sýnir nemendum Grænuborgar egg geirfuglsins

Ljósmynd/aðsend

Listasafn ASÍ stendur fyrir myndlistarsýningum, barnanámskeiðum og vinnustofum barna á fjórum stöðum á landinu. Verkefnið tengist útkomu bókar Gísla Pálssonar um FUGLINN SEM GAT EKKI FLOGIÐ. 

Fyrstu viðkomustaðir sýningarinnar voru í Ásmundarsal við Freyjugötu og Listagilinu á Akureyri. Eldheimar eru næsti viðkomustaður og sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:30 – 16:30 laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. nóvember.

Bókin verður til sölu í safninu og laugardaginn 21. nóvember  mun Gísli Pálsson árita bók sína og spjalla við gesti sýningarinnar. Boðið verður uppá léttar veitingar og allir eru velkomnir.

Vegna smithættu verður ekki hægt að bjóða uppá vinnusvæði barna á sýningunni en börn sem líta við í Eldheimum þessa helgi fá teiknibók að gjöf sem þau geta tekið með sér heim og teiknað í myndir af horfnum fuglum og öðrum dýrum sem eru í útrýmingarhættu.

Reglur um sóttvarnir setja verkefninu nokkrar skorður þar sem hámark 10 manns mega vera inni í einu og skylda að bera grímu.

U P P H A F A L D A U Ð A N S

Bókarkynningar, listsýningar og tengdir viðburðir í október og nóvember 2020.

Efnt hefur verið til kynningar á nýrri bók Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson (Mál og menning), sem fjallar um örlög geirfuglsins, og sýningar með verkum eftir Ólöfu Nordal, Ragnhildar Ágústsdóttur og Örlyg Kristfinnsson sem hverfast um fugla. Auk þess var efnt til barnanámskeiða og opinnar málstofu um aldauðann í samtímanum.

Af hverju skyldi aldauði geirfuglsins vera á dagskrá? Tegundin leið undir lok við Ísland, á Eldey við Reykjanes 3. júní 1844. Örlög geirfuglsins voru skráð í einstöku handriti, Geirfuglabókum, sem skráðar voru í Íslandsleiðangri tveggja Breta (1858) en lítið hefur verið fjallað um. Geirfuglinn varð tilefni almennrar umræðu á nítjándu öld um aldauða tegunda. Nú á tímum vofir yfir allsherjar aldauði tegunda.

Laugardagur og sunnudagur, 21. og 22. nóvember

Eldheimar, Vestmannaeyjum: Bókakynning og myndlistarsýning á verkum Ólafar Nordal, Ragnhildar Ágústsdóttur, Örygs Kristfinnsonar auk verka barna sem tóku þátt í vinnustofu í vikunni áður. Vinnusvæði opið fyrir börn sem vilja tjá sig um efni sýningarinnar.

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði, Myndlistarsjóði og Safnasjóði. Barnanámskeiðið á Akureyri er unnið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri með styrk frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).