Stefna ríkinu eftir áralanga baráttu
16.Nóvember'20 | 07:50Fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í gómi ætla á næstu dögum í mál við íslenska ríkið. Þær segjast nauðbeygðar vegna þess að Sjúkratryggingar Íslands hafi ítrekað neitað þeim um greiðsluþátttöku.
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í gær og þar var rætt við Ragnheiði Sveinþórsdóttur, móður Ægis Guðna sem fæddist með skarð í gómi.
Ægir Guðni er ellefu ára gamall og fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla, skarð í gómi. Hefur hann gengist undir margar læknisaðgerðir til að laga góminn en að mati foreldra hans, tannréttingasérfræðings, lýtalæknis og kjálkaskurðlæknis þarf hann á frekari aðgerðum og tannréttingum að halda. Sjúkratryggingar Íslands hafa aftur á móti neitað Ægi Guðna og fleiri börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku á grundvelli þess að fæðingargallinn sé ekki nógu alvarlegur.
„Það er alvarleiki til staðar. Ef þessi börn fá ekki þessa meðferð hefur það bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar. Auk stórra aðgerða þegar þau verða fullorðin,“ segir Ragnheiður.
Fram kemur í viðtalinu að fjölskyldan sé nauðbeygð til að stefna ríkinu þar sem allt annað hafi verið reynt.
„Við erum á endastöð. Við erum búin að vinna í þessu, við fjölskyldan í fimm ár og það er önnur fjölskylda sem er búin að vera átta ár að vinna í þessu. Og börnin eru að verða það gömul að við sjáum ekki annan kost en að einfaldlega stefna. Þetta eru lögbundin réttindi þessara barna. Þetta er alvarlegur fæðingargalli. Og við því miður, þrátt fyrir góðan vilja ráðherra, og við höfum séð að hún er búin að vera að vinna í okkar málum, þá hefur það bara ekki verið nóg.“ segir Ragnheiður Sveinþórsdóttir, móðir Ægis Guðna í samtali við Rúv.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).