Kveikt verður á kertum við Kirkjugarðshliðið

Minningarstundir víða um land til að minnast fórnarlamba umferðarslysa

14.Nóvember'20 | 21:15
kirkjugardshlid

Kveikt verður á kertum við Kirkjugarðshliðið kl. 19.00 sunnudaginn 15. nóvember. Ljómynd/TMS

Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir minningarathöfnum víða um landið sunnudaginn 15. nóvember kl. 19 í tilefni af  alþjóðlegum minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa.

Í tilkynningu frá stjórn Eykyndils í Verstmannaeyjum segir að kveikt verði á kertum við Kirkjugarðshliðið kl. 19.00 sunnudaginn 15. nóvember til minningar um þá sem hafa látist hafa í umferðaslysum. Þeir sem vilja geta komið og kveikt á kertum. Munið að passa upp á tveggja metra regluna. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, senda kveðju af þessu tilefni í myndböndum þar sem minningardagurinn er sniðinn að aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi um helgina. Myndböndin má sjá neðar í þessari frétt.

Á vef Stjórnarráðsins segir að tilgangurinn með deginum sé að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

Minningarviðburðir verða haldnir um land allt og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum. Streymt verður frá þessum viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).