Áfram rúlla sýningarnar

13.Nóvember'20 | 13:15
Útgerð og sjómennska - Litmyndir #059

Ljósmynd/aðsend

Það er lítið hægt að bjóða upp á af menningu og dagskrám í miðjum heimsfaraldri hér í Eyjum fremur en annars staðar. En það fór samt aldrei svo að Eyjabúar misstu alveg af Safnahelginni þetta árið. 

Um þessa helgi sem hefðbundið er að halda Safnahelgi hafa starfsmenn Sagnheima og Safnahúss brugðið á það ráð að fá verslunareigendur í lið með sér með frumlega hugmynd. Í völdum búðargluggum í miðbænum er búið að stilla upp sjónvörpum sem spila í sífellu um 10 mínútna rennsli, ólíkt efni í hverju sjónvarpi sem á þó það sameiginlegt að vera allt sýnishorn úr mannlífi og atvinnuháttum Vestmannaeyja. Þessar sýningar eru komnar af stað og munu rúlla án þessa að stoppa fram á mánudagsmorgun. Því er hægur leikur að njóta allra sýninganna enda þótt þær sé víða að finna. Þessir eru staðirnir og það sem þeir hafa upp á að bjóða:

Í Skvísubúðinni eru ljósmyndir frá leikskólanum Rauðagerði, flestar frá um 1980-1990. Í Smart eru myndirnar allar úr safni Sigurgeirs ljósmyndara, teknar á árunum 1960-2000. Í Brothers Brewery má sjá viðskiptavini Magga á Kletti, Magnúsar Sveinssonar, í gegnum tíðina. Maggi tók myndirnar frá 1987-2000.

Í Póley er áherslan lögð á ljósmyndir af útgerð og sjómennsku 1990-2000, í Pennanum er það bæjarbragurinn frá 1990-2010 og í Leturstofunni má sjá valdar ljósmyndir af Eyjunni og umhverfi, teknar um 1990-2000. Allar þessar myndir eru í safni Eyjafrétta, margar teknar af hirðljósmyndaranum Óskari Pétri, og voru skannaðar af starfsmönnum Sæheima síðastliðið sumar. Þá er ótalið að í Geisla, Baldurshaga og Tölvun eru sýnd brot úr lifandi myndum sem allar eru  úr fórum átthagafélagsins Heimakletts sem m.a. stór fyrir upptökum á myndum í Eyjum á árunum 1950-1970. Einnig eru inn á milli stuttir bútar úr eldri kvikmyndum héðan, frá 1930-1940.

Allt er þetta bráskemmtileg mannlífsflóra og heimildir um horfinn tíma í bland við nútímann, gluggi til Vestmannaeyja sem voru og eru og vonandi alltaf munu vera.

Tilvalið er að bregða undir sig betri fætinum í kvöld eða um helgina og rúlla með makanum á milli staða og njóta þessara skemmtilegu sýninga. Á myndinni hér að neðan má sjá í hvaða verslunum sýnt er.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).