Gul veðurviðvörun í gildi - Austan stormur
12.Nóvember'20 | 07:20Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland frá klukkan 11:00 – 17:00 í dag. Í viðvöruninni segir að það verði austan hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum.
Austan 18-23 m/s undir Eyjafjöllum með hviðum um 35 m/s, en hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu. Getur verið varsamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 10-15 m/s vestast á landinu, annars hægari austlæg átt. Slydda eða snjókoma á Vestfjörðum, rigning með köflum norðan- og austanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Skýjað að mestu, en dálítil él með norðurströndinnni. Hiti 0 til 5 stig og vægt frost inn til landsins.
Á sunnudag:
Norðaustan og austanátt 5-13 m/s, en 10-15 á noðvestantil. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, annars stöku skúr eða él. Hiti um og undir frostmarki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.