Biðlisti eftir félagslegu húsnæði

- Í október voru 13 einstaklingar á biðlista eftir almennri íbúð

12.Nóvember'20 | 07:42
hus_midbaer_bo_cr

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar í vikunni voru umræður um félagslega íbúðakerfið og drög að nýjum og samþættum reglum um félagslegar íbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir stöðu félagslega íbúðakerfisins hjá Vestmannaeyjabæ. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða 17 almennum íbúðum og 41 íbúð sem eru ætlaðar eldri borgurum (þ.a. verða 11 skilgreindar sem þjónustuíbúðir).

Verið er að byggja þrjár félagslegar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk sem og 7 þjónustuíbúðir sem taka við hlutverki þjónustuíbúðanna að Vestmannabraut 58b. Biðlisti eftir félagslegu húsnæði er breytilegur frá tíma til tíma. Í október voru 13 einstaklingar á biðlista eftir almennri íbúð. Margar íbúðir í almenna félagslega íbúðakerfinu eru óhentugar vegna stærðar og mikilvægt að skipta þeim út fyrir minni íbúðir.

Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samræmdum reglum um félagslegar leiguíbúðir á vegum Vestmannaeyjabæjar. Ráðið þakkar kynninguna og mun taka afstöðu til nýrra reglna um félagslegar íbúðir síðar, segir í bókun ráðsins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...