Uppfærð frétt

Grímur Hergeirsson skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum

11.Nóvember'20 | 16:45
Grimur-Hergeirsson_stjr

Grímur Hergeirsson

Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi hefur verið skipaður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Sjö umsækjendur voru um embættið í Vestmannaeyjum, auk Gríms voru það þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Daníel Johnson, fjórði æðsti herlögreglumaður svissneska ríkisins G1(USC1) undir herlögreglustjóra Sviss,  Helgi Jensson, aðstoðarsaksóknari á Austurlandi, Kristmundur Stefán Einarsson, aðstoðarsaksóknari hjá ríkislögreglustjóra, Logi Kjartansson lögfræðingur og Sigurður Hólmar Kristjánsson, saksóknarfulltrúi.

Uppfært kl. 17.37

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að undangengnu mati hæfisnefndar. Hann er skipaður í embætti frá 16. nóvember næstkomandi.

Grímur Hergeirsson hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1996, var hjá lögreglunni á Selfossi 1997-2000. Árið 2001 var hann kennari við Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 2002-2004 var hann rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi en varðstjóri í almennri deild síðasta árið. Á árunum 2005-2007 vann Grímur hjá Sveitarfélaginu Árborg, sem verkefnastjóri íþrótta-, forvarna og menningarmála. Frá útskrift 2009 til 2014 var Grímur starfandi lögmaður í samstarfi við aðra. Hann var löglærður fulltrúi í um 9 mánuði hjá sýslumanninum á Selfossi á árunum 2014-2015. Árið 2015 færði hann sig til lögreglustjórans á Suðurlandi og var fyrst rannsóknarlögreglumaður, síðar löglærður fulltrúi ákærusviðs, en frá 2017 staðgengill lögreglustjóra og yfirmaður ákærusviðs embættisins. Grímur hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri á árinu 2020 í samtals fimm mánuði, fyrst á Suðurlandi en síðan á Suðurnesjum.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).