Ekki eining um nýtt stöðugildi hafnarstjóra

11.Nóvember'20 | 09:33
20201021_165613

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Framkvæmda- og hafnarráð fjallaði um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar 2021 á fundi sínum í gær.

Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2021 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 413 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 23,8 milljónir króna.

Ráðið samþykkti fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2021 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn. Ekki var þó eining um samþykktina því áætlunin var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

Segja vandséð að ný staða hafnarstjóra sé svar við vandamálum í rekstri hafnarinnar

Í bókun frá minnihlutanum segir að Fulltrúar D lista í framkvæmda og hafnarráði telji nýtt fyrirhugað stöðugildi hafnarstjóra með tilheyrandi 15 milljón króna aukningu á árlegum rekstrarkostnaði Vestmannaeyjahafnar alls ekki góða ráðstöfun almannafjár. Vandséð er að ný staða hafnarstjóra sé svar við vandamálum í rekstri hafnarinnar auk þess sem mikill samdráttur í tekjum kallar á flest önnur viðbrögð en að þenja út reksturinn.

Skýra þurfi ábyrgðarsvið betur og gegnir hafnarstjóri þar lykilhlutverki

Í bókun frá fulltrúum H- og E-lista í r´ðinu segir að Vestmanneyjahöfn sé lífæð samfélagsins bæði hvað varðar atvinnustarfsemi og sem aðalsamgönguæð. Það kemur skýrt fram í minnisblaði sem starfshópur framkvæmda- og hafnarráðs skilaði af sér að bæta þurfi skipulag og umgjörð starfsemi hafnarinnar töluvert svo vel sé. Mikið álag á stjórnendur hafnarinnar og langar og óskýrar boðleiðir valda því að stjórnun hafnarinnar er ekki eins og best verður á kosið. Skýra þurfi ábyrgðarsvið betur og gegnir hafnarstjóri þar lykilhlutverki.
 

Fjárhagsáætlun 2021 Hafnarsjóður

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).