Ráðningar renna út um næstu mánaðarmót

- Samningaviðræður á milli samninganefndar Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um nýjan rekstrarsamning eru sagðar á lokametrunum

8.Nóvember'20 | 10:30
IMG_3578

Afar brýnt er að eyða þeirri óvissu sem starfsfólk félagsins er í sem allra fyrst enda renna ráðningar út um næstu mánaðarmót, segir í bókun bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á fimmtudaginn fundaði bæjarráð ásamt bæjarfulltrúum með samninganefnd Vestmannaeyjabæjar um rekstur Herjólfs.

Fulltrúar nefndarinnar hafa fundað stíft og reglulega með Vegagerðinni og eru samningaviðræður á lokametrunum og niðurstöðu að vænta fljótlega um áframhaldandi rekstur Vestmannaeyjabæjar á Herjólfi. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem fundaði á fimmtudagskvöldið síðastliðið.

Afar brýnt er að eyða þeirri óvissu sem starfsfólk félagsins er í sem allra fyrst enda renna ráðningar út um næstu mánaðarmót. Stjórn félagsins hefur átt samtöl við fulltrúa áhafnar skipsins varðandi stöðu mála. Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort Vestmannaeyjabær fái áfram tækifæri til þess að reka skipið áður en hægt verður að ganga frá ráðningum. Því er mikilvægt að viðræðum ljúki sem allra fyrst, segir í bókun bæjarstjórnar.

Áfram fundað með ríkisvaldinu vegna stöðu flugsamgangna

Þá telur bæjarstjórn afar brýnt að flugsamgöngur komist á milli lands og Eyja sem fyrst enda mikilvægt að áætlunarflugi sé haldið uppi, einkum og sér í lagi með tilliti til stöðu heilbrigðisþjónustu yfir vetrartímann. Stefnt er að því að funda með fulltrúum samgönguráðuneytisins um stöðu flugsamgangna í næstu viku.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).