Tilmæli frá heilsugæslum HSU vegna Covid-19

4.Nóvember'20 | 13:17
heilbr_20

Ljósmynd/TMS

Sérstakar kringumstæður eru í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Ýmsum aðgerðum er beitt til draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa.

Á vef HSU er þeim tilmælum eindregið beint til skjólstæðinga HSU að:

  • Koma ekki með aðstandendur með sér á biðstofur og í bókaða tíma nema nauðsyn krefji.
  • Staldra sem styðst við á biðstofum, þ.e.a.s. að fara inn á stofnun og biðstofu einungis stuttu áður en tími á að hefjast og halda 2ja m. bilið.
  • Grímuskylda. Allir 6 ára og eldri bera maska í viðtali, rannsóknum og öðrum erindagjörðum inni á stofnanir HSU. ATH að buff er ekki tekið gilt.
  • Óska eftir að viðtalstíma sé breytt í símatíma eða myndsímtal ef þú telur að hægt sé að afgreiða erindið í gegnum síma.
  • Nota heilsuvera.is – mínar síður - fyrir stuttar fyrirspurnir til heilbrigðisstarfsfólks sem og lyfjaendurnýjanir.

Ef þú þarft ráðgjöf hjúkrunarfræðinga vegna COVID-19 þá eru nokkrar leiðir:

  • Vaktsíminn 1700
  • Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma
  • Samskipti á „Mínum síðum“ á heilsuvera.is
  • Netspjall á heilsuvera.is – 8:00-22:00

Ávallt er að finna nýjustu upplýsingar á www.covid.is

Hvetjum alla til að sinna einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Með samstöðu og hjálpsemi komumst við saman yfir þetta verkefni.

Tags

HSU

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.