Hækkandi ölduhæð í kortunum

3.Nóvember'20 | 07:51
herj_lan_20

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag. Ljósmynd/TMS

Spáð er vaxandi ölduhæð við Landeyjahöfn á þegar líður á morgundaginn og á ölduhæð um miðnætti á morgun að vera um 3 metrar. Á fimmtudag á enn að bæta í og á ölduhæð að ná hámarki seint á fimmtudagskvöld.

Þá er gert ráð fyrir um og yfir 6 metra ölduhæð við Landeyjahöfn. Duflið við Landeyjahöfn er enn óvirkt þannig a ekki berast mælingar þaðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm, en heldur hægari suðvestantil. Rigning, einkum S- og V-lands, en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á Austfjörðum.

Á fimmtudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning, en úrkomulítið um landið NA-vert. Hiti 6 til 12 stig.

Á föstudag:
Minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él, en léttskýjað A-til. Kólnandi veður, segir í spá Veðurstofu Íslands.

Hér að neðan má sjá spákort Vegagerðarinnar. Hægt er að smella á mynd til að fara á spánna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...