Tilkynning frá aðgerðastjórn:

Enginn í einangrun í Eyjum en tveir eru í sóttkví

3.Nóvember'20 | 13:12
bærinn_cov

Ljósmynd/samsett

Enginn er í einangrun og tveir eru í sóttkví í Vestmannaeyjum. Í gær greindust tveir tengdir einstaklingar jákvæðir fyrir COVID-19 en síðar kom í ljós að þeir eru með mótefni. Að svo stöddu er ekki talið að viðkomandi einstaklingar hafi smitað út frá sér hér í Vestmannaeyjum.

Gripið hefur verið til hertra aðgerða á landsvísu sem gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Það getur verið vandasamt að þurfa að fylgja ströngum reglum um sóttvarnir þegar engin smit eru hér í Vestmannaeyjum. Okkur ber líkt og landsmönnum öllum skylda til að fylgja reglunum og hefur fjöldi smita engin áhrif á þá skyldu.

Eins og við þekkjum geta aðstæður breyst hratt þar sem eitt smit getur dreift sér víða, en reglurnar miða fyrst og fremst að því að takmarka útbreiðslu smita. Það er því bráðnauðsynlegt að fylgja reglunum, óháð smitum í kringum okkur, sem og öðrum fyrirmælum um sóttvarnir, t.d. í verslunum og þjónustu og í tengslum við skólahald.

Við verðum öll að standa saman og vera í sama liðinu, gegn veirunni. Við verðum að klára þetta saman.

Baráttukveðjur til ykkar kæru bæjarbúar, segir í tilkynningu aðgerðarstjórnar.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).