Skólahald frá og með 3. nóvember

2.Nóvember'20 | 18:29
barnaskolinn_20

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra um tak­mörk­un á skóla­starfi vegna hertra sótt­varnaaðgerða sem tek­ur gildi 3. nóv­em­ber hef­ur verið birt.

Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að starfsfólk leik- og grunnskóla hafi skipulagt starfið í samræmi við nýju reglurnar og verður skólahald næstu tvær vikur með eftirfarandi hætti:

Skólahald er með nokkuð eðlilegum hætti í leikskólum og á yngsta stigi. Það er því miður einhver skerðing á skóladegi á mið- og unglingastigi.

Leikskólar

· Engar breytingar þar sem leikskólarnir í Eyjum hafa starfað með hólfaskiptingar síðustu vikur.

· Áfram verður tekið á móti börnum úti þegar veður leyfir.

· Foreldrar/forráðamenn skulu staldra eins stutt við í fataherbergi og kostur er og nota grímu.

Grunnskóli/Hamarsskóli

· Hefðbundin kennsla verður skv. stundaskrá í 1.-4. bekk.

· Íþróttakennsla og sund fellur niður þar sem íþróttahúsið er lokað. Þeim tímum verður sinnt í skólanum.

· Skólamatur er í boði.

Grunnskóli/Barnaskóli

· Nemendur í 5.-10. bekk mæta í skólann kl. 8:20

· Valgreinar á unglingastigi falla niður.

· Íþróttatímar falla niður hjá 9. og 10. bekk en verða nýttir til kennslu hjá 5.-8. bekk í skólanum. Allir sundtímar falla niður.

· Allir nemendur þurfa að mæta með grímu sem þeir bera á sameiginlegum svæðum en að auki þurfa nemendur á unglingastigi að bera grímur í kennslustofum þar sem ekki er hægt að tryggja 2m fjarlægð.

· Skólamatur er ekki í boði.

Frístundaver

· Hópaskiptingar verða þær sömu og í skóla.

· Börnin verða úti í lok dags ef veður leyfir.

· Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi aðilar skulu ekki koma inn í bygginguna nema brýna nauðsyn beri til og þá skal nota grímu.

Tónlistarskóli

· Kennsla verður í tónlistarskólanum.

· Huga verður að 2 m reglunni og nota grímur þegar ekki næst að halda hana.

· Aðrir en nemendur og kennarar eiga ekki að koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og skal þá nota grímu.

Foreldrar/forráðamenn eiga ekki að koma inn í skólabyggingarnar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þeir þá vera með grímu. Sama á við um aðra utanaðkomandi aðila.

Nánari upplýsingar berast frá skólastjórnendum í tölvupósti, segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra.

 

Tags

GRV COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.