Munu auglýsa eftir samstarfsaðilum um leigu á líkamsræktarsal bæjarins
30.Október'20 | 10:37Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir á ný beiðni um framlengingu á leigusamning á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni.
Líkamsræktarstöðin ehf. óskar eftir að framlengja samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni um eitt ár í senn en samningurinn er að renna út um næstu áramót.
Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið geti ekki orðið við þeirri ósk og er sammála því að auglýsa eftir samstarfsaðilum um leigu á líkamsræktarsalnum.
Er það gert til að tryggja eðlilega samkeppni, jafnræði, hagkvæmi og gegnsæi í viðskiptum Vestmannaeyjabæjar í anda laga og innkaupareglna. Líkamsræktarstöðin ehf. sem og aðilar eru hvött til að sækja um þegar auglýst verður.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.