Vigtartorgið endurhannað
28.Október'20 | 16:18Í byrjun árs var kynnt í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyjabæjar endurhönnun Vigtartorgsins við smábátahöfnina. Nú eru hafnar framkvæmdir við torgið.
Fram kom í fundargerð ráðsins þá að ljóst sé að verkið sé umfangsmikið og því nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ráðið samþykkti að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Meðal þess sem lagt var til að yrði á torginu er yfirbyggt útisvið, legubekki, fjölbreytt leiktæki, sögutorg, hengirúm, setbrekka og sölubásar.
Heildarkostnaður gæti verið um 100 milljónir
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að nú sé verið að hlaða grjótveggi sem afmarka svæðið og vinna aðra jarðvinnu eftir föngum. Hann segir að á þessu ári hafi verið gert ráð fyrir 30 milljónum í verkið.
„Grunnhugmynd af svæðinu var útfærð af Pétri Jónssyni arkitekt frá Laufási en gert er ráð fyrir að vinna verkið á 3 árum. Endanlegar útfærslur á leiktækjum o.s.frv. eru ennþá í vinnslu þannig að óvarlegt er að fullyrða um kostnað en heildarkostnaður gæti verið um 100 milljónir.” segir Ólafur Þór.
Hér að neðan má sjá tillöguna sem að kynnt var í byrjun árs. Hægt er að smella á myndina til að opna hana stærri.
Tags
VestmannaeyjabærMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...