Til skoðunar í ráðuneytinu að tryggja flug til Eyja í vetur

- fordæmi eru fyrir því að flug hafi verið styrkt af hálfu ríkisins með litlum fyrirfara

28.Október'20 | 16:46

Ólíklegt er að flugfélög sjái sér hag í því að hefja flug til Eyja í vetur án stuðnings.

Flugsamgöngur á milli lands og Eyja voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag.

Í fundargerð ráðsins segir að nú séu tæpir tveir mánuðir síðan flugfélagið Ernir ákvað fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld að hætta flugi til Vestmannaeyja. Ólíklegt er að flugfélög sjái sér hag í því að hefja flug í vetur án stuðnings.

Fordæmi eru fyrir því að flug hafi verið styrkt af hálfu ríkisins með litlum fyrirfara í sambærilegu millibilsástandi og hefur Vestmannaeyjabær tekið upp við samgönguráðuneytið að skoðuð verði leið til að tryggja flug hingað í vetur og er það nú til skoðunar í ráðuneytinu.

Til í samtal við hvern þann sem hefur áhuga á því að fljúga milli lands og Eyja

Flugrekstraraðilar hafa allir leyfi til að fljúga til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum, en það eru engir styrkir og engir samningar sem Vestmannaeyjabær gerir um flug, aðeins hvatning til rekstraraðila. Vestmannaeyjabær hefur aftur á móti sett fjármuni í markaðsátak sbr. sl. sumar sem ætti að nýtast fluginu.

Vestmannaeyjabær er hér eftir sem hingað til tilbúinn í samtal við hvern þann sem hefur áhuga á því að fljúga milli lands og Eyja, segir að endingu í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).