Til skoðunar í ráðuneytinu að tryggja flug til Eyja í vetur

- fordæmi eru fyrir því að flug hafi verið styrkt af hálfu ríkisins með litlum fyrirfara

28.Október'20 | 16:46

Ólíklegt er að flugfélög sjái sér hag í því að hefja flug til Eyja í vetur án stuðnings.

Flugsamgöngur á milli lands og Eyja voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag.

Í fundargerð ráðsins segir að nú séu tæpir tveir mánuðir síðan flugfélagið Ernir ákvað fyrirvaralaust og án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld að hætta flugi til Vestmannaeyja. Ólíklegt er að flugfélög sjái sér hag í því að hefja flug í vetur án stuðnings.

Fordæmi eru fyrir því að flug hafi verið styrkt af hálfu ríkisins með litlum fyrirfara í sambærilegu millibilsástandi og hefur Vestmannaeyjabær tekið upp við samgönguráðuneytið að skoðuð verði leið til að tryggja flug hingað í vetur og er það nú til skoðunar í ráðuneytinu.

Til í samtal við hvern þann sem hefur áhuga á því að fljúga milli lands og Eyja

Flugrekstraraðilar hafa allir leyfi til að fljúga til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum, en það eru engir styrkir og engir samningar sem Vestmannaeyjabær gerir um flug, aðeins hvatning til rekstraraðila. Vestmannaeyjabær hefur aftur á móti sett fjármuni í markaðsátak sbr. sl. sumar sem ætti að nýtast fluginu.

Vestmannaeyjabær er hér eftir sem hingað til tilbúinn í samtal við hvern þann sem hefur áhuga á því að fljúga milli lands og Eyja, segir að endingu í bókun ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...