Skoða möguleika á nýtingu landsvæðis á Eiðinu

28.Október'20 | 07:58
hofnin

Eiðið. Ljósmynd/TMS

Tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni erindi frá framkvæmda- og hafnarráði er lúta að breytingum á deiliskipulagi á Eiðinu.

Fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs að fyrir liggi að mögulegt sé að bæta við byggingarlóðum á Eiði með því að nýta það svæði sem verið hefur undir hliðarfærslur upptökumannvirkja. Til að slíkt sé gerlegt þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli skipulagsfulltrúa að skoða möguleika á nýtingu landsvæðis. Mikilvægt er að horft verði til framtíðar hvað varðar möguleika á uppbyggingu upptökumannvirkja og að hafa það í huga að ekki verði þrengt að þeirri stafsemi sem fyrir er.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.