Fullgerð rannsókn og tillögur til úrbóta er það sem þingmenn ætluðu að sjá

24.Október'20 | 09:45
grjot_herj

Landeyjahöfn á sumardegi. Ljósmynd/TMS

Í gær var birt skýrsla um framkvæmd og nýtingu Landeyjahafnar. Skýrslan var unnin fyrir Samgönguráðuneytið en byggð á þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi í desember 2019. 

Næstu skref eru þau að skýrslan hefur verið send í umsögn og er miðað við að ákvarðanir um næstu skref verði teknar þegar yfirferð skýrslunnar er lokið. Ljóst er að skýrslan svarar ekki þeim spurningum sem lagt var upp með í tillögu þingmannana. Og eins og réttilega kemur fram hjá skýrsluhöfundum er einungis um að ræða vegvísi að heildstæðri óháðri úttekt á Landeyjahöfn.

Ekki var við öðru að búast þar sem einungis voru áætlaðar til verksins 8 milljónir frá ráðuneytinu á meðan að Vegagerðin taldi að kostnaðurinn við slíka úttekt yrði mun hærri. Í niðurlagi umsagnar Vegagerðarinnar til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna málsins segir: „Ljóst er að kostnaður við úttekt sem koma ætti að gagni muni kosta töluverðar fjárhæðir, sem Vegagerðin telur að gæti legið á bilinu 50 - 100 m.kr.”

Eyjar.net lagði eina spurningu fyrir Ásmund Friðriksson, þingismann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, en hann var einn af flutningsmönnum tillögunnar.

Komið þið þingmenn sem lögðuð fram þingsályktunartillöguna um óháða úttekt á Landeyjahöfn ekki til með að berjast áfram í því að slík úttekt fari fram?

Jú, það er mikilvægt að þessari rannsókn verði að fullu lokið og gerðar tillögur til úrbóta. Fullgerð rannsókn og tillögur til úrbóta er það sem þingmenn ætluðu að sjá í lok rannsóknar á framtíðarmöguleikum Landeyjarhafnar. Til þess var leikurinn gerður.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).