Engar viðræður átt sér stað við Erni

- erum opin fyrir því að skoða alla möguleika, segir sölu- og markaðsstjóri Ernis

24.Október'20 | 09:00
ernir_ny_vel_18_oskar_el

Flugfélagið Ernir hóf flug milli lands og Eyja árið 2010. Ljósmynd/Óskar Elías Sigurðsson

Eftir 10 ára þjónustu við Eyjamenn þurfti flugfélagið Ernir að hætta flugi milli lands og Eyja. Enginn sinnir því áætlunarflugi til Eyja í dag en bæjaryfirvöld í Eyjum tilkynntu fyrr í þessum mánuði um að Air Iceland Connect hyggðist hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor.

Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Ernis segir í samtali við Eyjar.net að staðan hjá þeim sé óbreytt.

„Ef viðræðna er óskað varðandi flug milli lands og Eyja þá erum við opin fyrir því að skoða alla möguleika. Við höfum ávallt sagt að við erum tilbúin með litlum sem engum fyrirvara að hefja flug aftur til Vestmannaeyja ef forsendur eru fyrir því, hvort sem það er vegna mikillar eftirspurnar eða með einhverskonar stuðningi.”

Ásgeir segir það alveg ljóst að farþegafjöldinn hefur engan veginn náð að halda þessu uppi og því sé ekki forsvaranlegt fyrir félagið að fljúga áfram með miklu tapi.

Ákváðu að aflýsa ekki ferðum þrátt fyrir enga farþega

„Ég bendi á að við héldum uppi flugsamgöngum á þessum blessaða Covid tíma með örfáum farþegum, á eigin kostnað, og þegar sýnataka stóð sem hæst þá ákváðum við að aflýsa ekki ferðum þrátt fyrir enga farþega því við töldum það samfélagslega skyldu okkar að aðstoða hvað við gætum.”

Þá bendir Ásgeir Örn á að það sé ekki bara Covid-19 sem stuðlar að fækkun farþega - þó það eigi mikinn þátt þessa stundina - heldur hefur farþegastreymið til Vestmannaeyja verið á hraðri niðurleið löngu fyrir þann tíma.

Hafa forsvarsmenn flugfélagsins heyrt eitthvað í bæjaryfirvöldum í Eyjum eftir að félagið hætti að fljúga til Eyja?

Engar viðræður átt sér stað og ekkert spjall.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).