Ekki rétt að engar viðræður hafi átt sér stað

- formaður bæjarráðs segir augljóst að forsvarsmenn Ernis séu að reyna að beita íbúum í Vestmannaeyjum fyrir sér til þess að knýja út ríkisstyrk eða stuðning frá bænum

24.Október'20 | 17:08
ernir_farthegar_19

Vél Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Í morgun birti Eyjar.net viðtal við Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu-og markaðsstjóra flugfélagsins Ernis sem vakið hefur nokkra athygli. Eyjar.net leitaði viðbragða hjá Vestmannaeyjabæ vegna þess sem fram kom í máli Ásgeirs.

„Það er vægast sagt sérstakt að sölu-og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis skuli láta hafa það eftir sér að engar viðræður hafi átt sér stað eða ekkert spjall. Þetta er bara alls ekki rétt.” segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.

„Fyrir það fyrsta hefur verið samtal við forsvarsmenn Ernis í gegnum tíðina og meðal annars síðasta vetur þegar Covid fór að setja verulegt strik í reikninginn í innanlandsfluginu. Þegar Ernir ákvað að fækka flugferðum til Eyja í eina ferð á dag, nokkra daga vikunnar var hvorki samráð haft við bæjaryfirvöld né fengum við nokkurn fyrirvara um þá ákvörðun. Það þarf enga flugsérfræðinga til að sjá að slíkt fyrirkomulag gengur ekki til langs tíma.” 

"Engir fyrirvarar og ekkert spjall"

Njáll segir að samtal hafi verið á milli bæjaryfirvalda í gegnum bæjarráð nú í ágúst og var þá í umræðunni hvort Vestmannaeyjabær gæti mögulega keypt föst flugsæti af Erni.

„Flugfélagið hafði komið til bæjarins og spurt hvort þetta væri eitthvað sem við værum til í að skoða til þess að halda fluginu gangandi. Tekið var jákvætt í erindið. En sama dag og þessi beiðni er rædd óformlega í bæjarráði, sem tók jákvætt í erindi félagsins, ákvað félagið að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja – þremur dögum síðar!

Bæjarstjóri fékk símtal um þessa ákvörðun innan við tveim klukkutímum áður en tilkynningin birtist í fjölmiðlum. Engir fyrirvarar og ekkert spjall! Svona er nú samskiptaviðleitni flugfélagsins.” segir Njáll.

Vestmannaeyjabær er ekki að semja við flugfélög

Hann segir að það sé mikilvægt að halda því til haga að Vestmannaeyjabær er ekki samningsaðili og er ekki að semja við flugfélög. Það geta öll flugfélög flogið til Eyja á markaðslegum forsendum.

„Það er hægt að taka undir það að Ernir hafa þjónað okkur vel og hugsa bæjarbúar margir hverjir  mjög hlýlega til þeirra og sérstaklega starfsmanna félagsins uppi á flugvelli sem eru einstaklega liðlegir og þægilegir. En það er augljóst að forsvarsmenn Ernis eru að reyna að beita íbúum í Vestmannaeyjum fyrir sér til þess að knýja út ríkisstyrk eða stuðning frá bænum. Mér finnst það hreinlega ekki boðlegt.”

Síminn virkar í báðar áttir

„Það er öllum í hag að fara með rétt mál. Eitt er ljóst; síminn virkar í báðar áttir. Ef Ernismenn vilja ræða við bæjaryfirvöld þá vita þeir öll símanúmer. Ég óska þessu flugfélagi alls hins besta en fyrir mína parta get ég sagt að með svona upphlaupi dvínar áhuginn á því að eiga í samtali við menn sem koma fram með þessum hætti.” segir Njáll Ragnarsson. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%