Sjávarútvegur og þróun sjávarbyggða á Íslandi

23.Október'20 | 06:55
IMG_0878

Íslenskar sjávarbyggðir uxu hratt á fyrri hluta tuttugustu aldar en á síðustu áratugum aldarinnar snérist þróun þeirra til verri vegar. Ljósmynd/TMS

Fimmtudaginn 15. október hélt Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri áhugavert erindi í erindaröð Þekkingarseturs Vestmannaeyja. 

Erindið sem ber heitið Sjávarútvegur og þróun sjávarbyggða á Íslandi var sent út í gegnum fjarfundaforritið Zoom vegna Kórónuveirufaraldursins.

Þóroddur hefur haldið fjölmörg stórskemmtileg og hressandi erindi þar sem hann veltir upp áhugaverðum vinklum um byggðamál. Tæplega 30 manns tóku þátt í þessari tilraun sem gekk ótrúlega vel. Fólk allstaðar af landinu hlýddi á Þórodd og tók þátt í erindinu.

Íslenskar sjávarbyggðir uxu hratt á fyrri hluta tuttugustu aldar en á síðustu áratugum aldarinnar snérist þróun þeirra til verri vegar. Í almennri umræðu hefur því ýmist verið haldið fram að hnignun íslenskra sjávarbyggða sé að mestu leyti vegna innleiðingu kvótakerfisins eða að mestu leyti vegna þátta á borð við tæknivæðingu, erfiðar samgöngur og breyttar kröfur til afþreyingar og þjónustu sem grafið hafi undan dreifðum byggðum um allan heim. Í þessu erindi er mun margþættari tilurð og þróun íslenskra sjávarbyggða rakin og reynt að skyggnast inn í framtíð íslenskra sjávarbyggða með áherslu á áskoranir og tækifæri Vestmannaeyja.

Þóroddur var m.a. formaður starfshóps sem hafði það hlutverk að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir og nýttir eru m.a. til byggðaaðgerða.  Í upphafi ársins skilaði starfshópurinn tillögum sínum.  Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund sem tekið er til hliðar fyrir úthlutun aflamarks og er ráðstafað að nýju sem atvinnu- og byggðakvótar.

Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútvegsmál sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og þetta erindi hið nítjánda í röðinni frá upphafi.

Erindi Þórodds má sjá hér að neðan.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%