Landsréttur mildaði dóm í grófu líkamsárásarmáli

23.Október'20 | 17:28
vestm_kona_logr

Ljósmynd/Samsett

Landsréttur mildaði í dag sex ára fangelsisdóm yfir Hafsteini Oddssyni sem sakfelldur var fyrir grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum árið 2016. Þá lækkaði dómurinn þær miskabætur sem Hafsteini var gert að greiða í héraði úr 3,5 milljónum í 2 milljónir.

Fram kemur í dómi Landsréttar að árásin hafi verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og hafi einkum beinst að höfði konunnar. Þá hafi hann rifið konuna úr fötum og skilið hana eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur.

Rannsókn málsins tók langan tíma og var dómur héraðsdóms ekki kveðinn upp í málinu fyrr en þremur árum eftir árásina. Hvorki ákærði né  brotaþoli gáfu skýrslu fyrir dómi en Landsréttur segir að sannað sé með læknisvottorðum, matsgerðum og framburði lækna og matsmanns að konan hafi orðið fyrir stórfelldri líkamsárás.

Tvö vitni sem komu fyrir dóminn gátu ekki borið kennsl á ákærða við sakbendingu en Landsréttur segir að ekki verði fram hjá því litið að lýsingar þeirra svari til klæðaburðar hans um nóttina og útlits hans.

Ákæruvaldið krafðist þess að hafnað yrði kröfu ákærða um ómerkingu hins áfrýjaða dóms. Þá krafðist ákæruvaldið þess að refsing ákærða yrði þyngd.

Ákærði krafðist þess aðallega að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Til vara krafðist ákærði þess að hinum áfrýjaða dómi yrði hrundið og breytt á þá leið að ákærði yrði sýknaður af kröfum samkvæmt 2. tölulið ákæru og sýknaður af einkaréttarkröfu brotaþola. Að því frágengnu að refsing hans yrði milduð og að fjárhæð einkaréttarkröfu brotaþola yrði lækkuð. 

Við varakröfu ákærða var orðið og var ákærði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til greiðslu miskabóta líkt og áður segir.

Dómur Landsréttar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).