Landsréttur mildaði dóm í grófu líkamsárásarmáli

23.Október'20 | 17:28
vestm_kona_logr

Ljósmynd/Samsett

Landsréttur mildaði í dag sex ára fangelsisdóm yfir Hafsteini Oddssyni sem sakfelldur var fyrir grófa líkamsárás á konu í Vestmannaeyjum árið 2016. Þá lækkaði dómurinn þær miskabætur sem Hafsteini var gert að greiða í héraði úr 3,5 milljónum í 2 milljónir.

Fram kemur í dómi Landsréttar að árásin hafi verið sérstaklega fólskuleg og ófyrirleitin og hafi einkum beinst að höfði konunnar. Þá hafi hann rifið konuna úr fötum og skilið hana eftir nakta og hjálparlausa síðla nætur.

Rannsókn málsins tók langan tíma og var dómur héraðsdóms ekki kveðinn upp í málinu fyrr en þremur árum eftir árásina. Hvorki ákærði né  brotaþoli gáfu skýrslu fyrir dómi en Landsréttur segir að sannað sé með læknisvottorðum, matsgerðum og framburði lækna og matsmanns að konan hafi orðið fyrir stórfelldri líkamsárás.

Tvö vitni sem komu fyrir dóminn gátu ekki borið kennsl á ákærða við sakbendingu en Landsréttur segir að ekki verði fram hjá því litið að lýsingar þeirra svari til klæðaburðar hans um nóttina og útlits hans.

Ákæruvaldið krafðist þess að hafnað yrði kröfu ákærða um ómerkingu hins áfrýjaða dóms. Þá krafðist ákæruvaldið þess að refsing ákærða yrði þyngd.

Ákærði krafðist þess aðallega að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Til vara krafðist ákærði þess að hinum áfrýjaða dómi yrði hrundið og breytt á þá leið að ákærði yrði sýknaður af kröfum samkvæmt 2. tölulið ákæru og sýknaður af einkaréttarkröfu brotaþola. Að því frágengnu að refsing hans yrði milduð og að fjárhæð einkaréttarkröfu brotaþola yrði lækkuð. 

Við varakröfu ákærða var orðið og var ákærði dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til greiðslu miskabóta líkt og áður segir.

Dómur Landsréttar.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%