Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo:

Vinnslustöðin efst af Eyjafyrirtækjunum

22.Október'20 | 14:03
vorubill_vsv

Vinnslustöðin er í 37. sæti og Ísfélag Vestmannaeyja er í 40. sæti á lista Creditinfo. Ljósmynd/TMS

Vinnslustöðin er nr. 37 á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu öllu árið 2020. Creditinfo birti listann í dag.

Vinnslustöðin var í 46. sæti fyrir árið 2019 og hefur því þokast upp um níu sæti frá því í fyrra á þessum eftirsótta gæðalista, segir í frétt á vef fyrirtækisins. Einungis um 2% allra íslenskra fyrirtækja standa strangar kröfur sem gerðar eru til að komast í þennan úrvalsflokk fyrirtækja.

Creditinfo skiptir fyrirtækjunum í þrjá flokka eftir stærð:

 • Lítil (eignir samtals 100-200 milljónir króna).
 • Meðalstór (eignir samtals 200-1.000 milljónir króna).
 • Stór (eignir samtals 1.000 milljónir króna eða meira.

Alls eru níu fyrirtæki í Vestmannaeyjum á fyrirmyndarlistanum 2020. Þau eru eftirfarandi, framan við er númer þeirra á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja.

37 – Vinnslustöðin hf.

40 – Ísfélag Vestmannaeyja hf.

68 – Huginn ehf.

174 – Ós ehf.

245 – Bylgja VE-75 ehf.

425 – Vélaverkstæðið Þór ehf.

491 – Skipalyftan ehf.

783 – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja.

838 – Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf.

Það að komast á lista fyrirmyndarfyrirtækja snýst í raun um stöðugleika í rekstri en ekki að ná góðum árangri í eitt og eitt ár. Stöðugur og góður árangur ár eftir ár telst framúrskarandi. Detti fyrirtæki út af listanum þarf það framúrskarandi rekstrarárangur þrjú næstu ár til að komast inn á listann á nýjan leik.

Standast þarf eftirfarandi kröfur til að teljast framúrskarandi 2020:

 • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3.
 • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag.
 • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
 • Framkvæmdastjóri skráður hjá ríkisskattstjóra.
 • Rekstrartekjur að minnsta kosti 50 milljónir króna síðustu þrjú ár.
 • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár.
 • Jákvæð rekstrarniðurstaða síðustu þrjú ár.
 • Eiginfjárhlutfall að minnsta kosti 20% síðustu þrjú ár.
 • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár.

Tags

Creditinfo

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%