Deiliskipulag fyrir norðurhluta austurbæjar í vinnslu

21.Október'20 | 07:45
20201018_171247

Deiliskipulag fyrir norðurhluta austurbæjar er nú í vinnslu. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær hefur um nokkurt skeið unnið að gerð deiliskipulags fyrir norðurhluta austurbæjar. Lögð voru fram ný drög að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. 

Innan deiliskipulagssvæðis eru tveir landnotkunarreitir, íbúðarsvæðis ÍB-3 og miðsvæði M-1. 

Tillaga á vinnslustigi var kynnt 3.-28. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust og gerðar voru breytingar á tillögu til að kynningu lokinni. Breytingar sem gerðar voru á tillögunni eru eftirfarandi:

▸ Byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Kirkjuveg 23 er felldur út.

▸ Gert er ráð fyrir nýrri lóð, Kirkjuveg 27. Á lóðinni er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð með kjallara og risi. Settir eru skilmálar um að nýbygging skuli vera í samræmi við nálæg hús t.a.m. hvað varðar hæð, efnisnotkun og byggingarstíl. Lóð Sólhlíðar 4 stækkar til vesturs og sameinast lóð Kirkjuvegar 35 og hluta lóða Kirkjuvegar 39A og 41 og Breiðabliksvegar 3, sem minnka sem því nemur.

▸ Byggingarreitur Sólhlíðar 4 breytist þannig að í stað einnar byggingar með með 10 meðalstórum íbúðum er gert ráð fyrir tveimur byggingum með 18 til 20 minni íbúðum. Byggingarlína við Sólhlíð er færð fremst í lóð til samræmis við byggingarlínu aðliggjandi húsa við Sólhlíð. Bílastæði eru færð inn á baklóð og gert er ráð fyrir bílakjallara sem tengir bæði húsin.

▸ Í vinnslutillögu er gert ráð fyrir að íbúðarhús við Kirkjuveg 35 verði flutt á lóð Kirkjuvegar 29 eða á nýja lóð Kirkjuveg 27, þar sem áður stóð einbýlishús á 2 hæðum með risi. Húsið við Kirkjuveg 35 var byggt árið 1906 og er því friðað. Sækja þarf um heimild Minjastofnunar fyrir flutningi hússins.

▸ Nýjir byggingarreitir fyrir Heimagötu 20 og Breiðabliksveg 1 detta út þar sem byggingaráform hafa þegar verið grenndarkynnt og bæði húsin byggð.

▸ Byggingarreitur fyrir viðbyggingu við Sólhlíð 17 er felldur út.

▸ Vegna ábendinga frá íbúum við Heimagötu um skort á bílastæðum í götu er gert ráð fyrir samnýtanlegum 8-10 bílastæðum á bæjarlandi við hlið Sólhlíðar 35.

▸ Lóðir Heimagötu 20 og Vestmannabrautar 5 stækka og fara fyrir vikið inn fyrir mörk deiliskipulags gosminja við Blátind frá 2005. Deiliskipulagsmörk tillögunnar breytast þannig að þau fylgja breyttum lóðamörkum. ▸ Deiliskipulagsmörk eru lagfærð að vestanverðu til samræmis við mörk deiliskipulags miðbæjarsvæðis.

▸ Í samræmi við umsögn Minjastofnunar var húsakönnun uppfærð og gerð ítarlegri.

▸ Í vinnslustillögu var í kafla 3.3.6. settir skilmálar um að hámarkshraði innan hverfis skyldi vera 30 km/klst. Með nýlegri lögreglusamþykkt verður hámarkhraði á Vestmannabraut (austurhluti), Heimagötu, Austurvegi, Fífilgötu og Sólhlíð 30 km/klst og er kafli 3.3.6 því tekinn út. 

Til kynningar er deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð dags. 12. okt. 2020

Skipulag í kynningu

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).