Eftir Georg Eið Arnarson

Sjósund

20.Október'20 | 17:17
storhofdi_vik_klauf

Hugmynd greinarhöfundar gekk út á það að gerð yrði myndraleg aðstaða með heitum pottum og sturtuaðstöðu og hugsanlega þá notuð kannski víkin norðan megin í Klaufinni.

Ég sé á fésbókinni hjá mér að hópur Eyjamanna er farinn að stunda sjósund suður í Klauf og ég sé að á minnsta kosti einum stað er minnst á að gott væri að hafa heitann pott á svæðinu.

En einmitt þetta er umræða sem ég tók upp á fundi Umhverfis og skipulagsráðs á síðasta kjörtímabili, ekki formlega, en ég viðraði þar hugmyndir mínar um aðstöðu suður í Klauf, sem reyndar voru skotnar í kaf af meirihlutanum, en reyndar með ákveðnum rökum. 

Hugmynd mín gekk út á það að gerð yrði myndraleg aðstaða með heitum pottum og sturtuaðstöðu og hugsanlega þá notuð kannski víkin norðan megin í Klaufinni, þar sem alltaf er skjól í norðan og austan áttum. Hugsanlega sett út flotbryggja þar yfir sumar mánuðina, bæði með mögulega aðstöðu fyrir Rib safari og hugsanlega kajakferðir, enda oft gott skjól þarna þó ófært sé fyrir klettinn.

Margt annað mætti telja upp, en hvers vegna ekki?

Rökin gegn þessu er þau, að þarna er hvergi heitt vatn og kostnaður bæjarins við að leggja heitt vatn úr bænum yrði gríðarlegur.

Hvernig staðan á þeim málum er hins vegar í dag veit ég ekki, en hugmyndin kviknaði fyrst hjá mér fyrir nokkrum árum síðan þegar ég sat í heitum potti norður á Drangsnesi, með útsýni út í litlu Grímsey sem þar er. Enn fremur ætlaði ég að prófa sjóböðin norður á Húsavík núna í ágúst s.l. en þrátt fyrir ástandið, þá var fullbókað 2 daga fram í tímann.

En hugmyndin er að mínu mati mjög góð. Þetta er mjög vinsælt og hollt og hvet ég því alla, sem mögulega hafa vilja, áhuga eða getu til að halda áfram með málið.

Í sjálfu sér höfum við Eyjamenn allt til alls sem ferðamenn hafa áhuga á og í raun og veru, mikið meira en víðast annar staðar er hægt að nálgast hjá einu bæjarfélagi, en þetta yrði að sjálfsögðu enn einn plúsinn fyrir ferðamenn til þess að prufa hér í Eyjum.

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%