Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlýtur nafnbótina Stofnun ársins

- þá var Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem einnig er með starfsemi í Eyjum valin Stofnun ársins í sínum flokki (fleiri en 50 starfsmenn)

14.Október'20 | 17:46
fív_fr_cr

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Fyrr í dag var tilkynnt um Stofnanir ársins á málþingi Sameykis stéttarfélags. Meðal stofnana sem hlutu nafnbótina Stofnun ársins var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Skólinn var valin í flokknum sem hefur .20–49 starfsmenn.

Stofnanir ársins 2020 eru auk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Norðlingaskóli, Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Jafnréttisstofa. Hástökkvarar ársins eru Umhverfis-og skipulagssvið og Sjálfsbjargarheimilið.

Valið á Stofnun ársins 2020 var tilkynnt í gegnum streymi fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.

Könnunin náði til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og gefur mikilvægar upplýsingar um töðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum, 

Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu vel heppnuðu málþingi um framtíðarvinnumarkaðinn sem haldið var í tengslum við afhendingu viðurkenninganna til Stofnana ársins. Viðburðurinn var sendur út í streymi frá Hilton Nordica þar sem Bergur Ebbi, Guðfinna Harðardóttir, Huginn Freyr Þórðarson og Karl Sigurðsson fjölluðu meðal annars um þá færni sem við þurfum til framtíðar og hvernig styðja má við starfsfólk og stjórnendur á umbreytingatímum.

Eftirfarandi stofnanir hljóta titilinn Stofnun ársins og Stofnun ársins – borg og bær en þeim er skipt niður eftir stærð stofnunarinnar.

Stofnun ársins 2020 - borg og bær
Norðlingaskóli (50 starfsmenn eða fleiri)
Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar (Færri en 50 starfsmenn)

Hástökkvari ársins 2020
Umhverfis-og skipulagssvið Reykjavíkurborgar 

Stofnun ársins 2020 - ríki, sjálfseignarstofnanir o.fl.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands (Fleiri en 50 starfsmenn)
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (20–49 starfsmenn)
Jafnréttisstofa (Færri en 20 starfsmenn)

Hástökkvari ársins 2020
Sjálfsbjargarheimilið


Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar starfsmönnum og stjórnendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Tags

FÍV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-