Ekkert smit í Eyjum það sem af er október

- aðgerðarstjórn biðlar til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög - veiran fer ekki í vetrarfrí

14.Október'20 | 17:17
takk_ads

Mynd/aðsend

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 30. september sl. Eru nú tveir í einangrun og þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Nú er vetrarfrí framundan í grunnskólanum og gerir fólk sér gjarnan dagamun í slíkum fríum, t.d. með ferðum á fastalandið. Því vill aðgerðastjórn enn á ný biðla til bæjarbúa að forðast óþarfa ferðalög. Við verðum að fara varlega þar sem veiran fer ekki í vetrarfrí.

Við erum í viðkvæmri stöðu þar sem fjölmörg smit hafa greinst á landinu síðustu daga og er faraldurinn enn í vexti, segir í tilkynningu frá aðgerðarstjórninni í Vestmannaeyjum.

Okkur hefur tekist vel til í þessari þriðju bylgju og hafa aðeins fimm smit greinst hér í Vestmannaeyjum. Smitvarnir hafa verið til fyrirmyndar hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og stofnunum og hafa allir lagst á eitt í þeim efnum.

Vill aðgerðastjórn því þakka ykkur fyrir að vera til fyrirmyndar. Höldum áfram að hjálpast að, hvetjum hvort annað áfram og stöndum saman.

Samstaða er besta sóttvörnin!

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.