Tafir á framkvæmdum við Hamarsskóla

8.Október'20 | 12:12
framkv_hamarssk_20

Ljósmynd/TMS

Staðan á undirbúningi varðandi viðbyggingu við Hamarsskóla var rædd á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar í gær.

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu mála varðandi nýbygginguna. Framganga málsins hefur tafist og sú tímalína framkvæmda sem gengið var út frá seinkað. Vinna þarf betur í frumgreiningu áður en málið fer á hönnunarstig. Ný tímalína verður lögð fram um leið og fyrir liggur með frumgreiningu, segir í afgreiðslu ráðsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu ítreka að þetta verkefni verður mikið framfaraskref í þjónustu, aðgengi og aðstöðu fyrir Hamarsskóla, Tónlistarskóla og Frístundaver. Undirrituð voru mjög ánægð með þá metnaðarfullu tímalínu sem kynnt var á fundi fræðsluráðs nr. 324, en sýna því þó skilning að sú tímaáætlun muni ekki standast m.a. vegna þess ástands sem nú ríkir. Það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins mikið kappsmál að haldið verði áfram með verkefnið af krafti eins og lagt var upp með og það verði m.a. forgangsmál við fjárhagsáætlunargerð næstu ára.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).