Air Iceland Connect tekur flugið til Eyja

- stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor

7.Október'20 | 20:31
air_iceland_vel

Air Iceland Connect er með tvær Bombardier Q400 vélar í rekstri og þrjár Bombardier Q200 vélar. Ljósmynd/Air Iceland Connect

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. 

Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur, segir í fundargerð bæjarráðs frá í dag. 

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig: Isavia dregur uppsagnirnar til baka

Air Iceland Connect flýgur í dag frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða, ásamt því að fljúga til Kulusuk, Narsarsuaq, Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Auk þess býður Air Iceland Connect flug til Færeyja. Air Iceland Connect er með tvær Bombardier Q400 vélar í rekstri og þrjár Bombardier Q200 vélar. 

Í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi

Fram kemur á vef flugfélagsins að Air Iceland Connect bjóði margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.

Í eigu Icelandair Group

Air Iceland Connect, sem er í eigu Icelandair Group, rekur aðalskrifstofu sína í Reykjavík, en á varnarþing sitt á Akureyri. Í mars 2020 var rekstur Air Iceland Connect samþættur rekstri Icelandair. Starfsemi félaganna var samþætt, svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Flugrekstrarleyfi eru áfram aðskilin og áhafnir Air Iceland Connect eru áfram starfsmenn þess félags.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).