Hertar aðgerðir á HSU
6.Október'20 | 08:59Stjórnvöld hafa boðað hertar aðgerðir vegna aukinna covid smita í þjóðfélaginu. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú grímuskylda á öllum starfsstöðvum til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.
Reynt verður að halda þjónustu óbreyttri eins og hægt er, mikill tími starfsfólks HSU fer í að sinna sýnatökum og fleiru tengt COVID-19 sem óhjákvæmilega bitnað á annarri þjónustu.
Ef skjólstæðingar eiga pantaðan tíma hjá lækni en telja að leysa megi erindið í síma, geta þeir óskað eftir breytingu á viðtalinu og fengið símaviðtal í staðinn.
Upplýsingar um COVID má finna á heimasíðu HSU. Við minnum á heilsuvera.is en þar er m.a. hægt að endurnýja lyf með rafrænum hætti.
Erfitt er að eiga við þessar breytingar og röskun sem er í gangi í öllu þjóðfélaginu og biðjum við því fólk að sýna biðlund og þolinmæði, segir í frétt á vefsíðu stofnunarinnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.