Tilkynning frá sjúkradeild HSU
28.September'20 | 12:42Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna. Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með deginum í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu.
Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi. Við sérstakar aðstæður munum við leyfa heimsóknir og er aðstandendum bent á að snúa sér til deildarstjóra eða vaktsjóra.
Til að fá upplýsingar um þá sem eru inniliggjandi er hægt að hringja í síma 432-2600. Starfsfólk deildarinnar óskar eftir því að einungis einn aðstandandi hafi samband og miðli svo upplýsingum til annarra fjölskyldumeðlima.
Munum að hlýða Víði.
Við erum öll ALMANNAVARNIR!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.