Skipverji á Þórunni Sveinsdóttur VE með veiruna

28.September'20 | 10:59
thorunn_sveins_0619

Þórunn Sveinsdóttir VE-401. Ljósmynd/Tói Vídó

Einn skip­verji á Þór­unni Sveins­dótt­ur VE greind­ist á laug­ar­dag­inn með Covid-19 og eru þeir sem voru með hon­um í síðasta túr komn­ir í sótt­kví.

Þetta staðfest­ir Gylfi Sig­ur­jóns­son skip­stjóri, sem er einn þeirra sjö sem eru í sótt­kví. Greint er frá þessu á fréttavefnum mbl.is. Gylfi seg­ir bát­inn vera núna úti á sjó og að skip­verj­arn­ir sem þar eru um borð fari í skimun þegar þeir koma í land á miðviku­dag­inn.

Fyr­ir utan þann sem greind­ist smitaður er eng­inn með ein­kenni veirunn­ar, að sögn Gylfa. Haft er eftir honum að þetta sé í sínu ferli. „Þetta er unnið með smitrakn­ing­ar­t­eym­inu og heilsu­gæslu­lækni í Vest­manna­eyj­um. Þetta er allt eins og á að gera það“.

Sá sem smitaðist var ekki kom­inn með nein ein­kenni þegar bát­ur­inn lagðist að bryggju á miðviku­dag­inn. Maður­inn fór svo til Reykja­vík­ur og eft­ir að hann kom til baka fékk hann ein­kenni á föstu­dag­inn. „Þetta eru ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir hjá okk­ur. Við vit­um ekki hvort hann smitaðist um borð því það er eng­inn með ein­kenni,“ seg­ir Gylfi. „Við kross­leggj­um fing­ur og höld­um okk­ar striki.“

 

Mbl.is

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%