Isavia segir upp öllum starfsmönnum flugvallarins í Eyjum

28.September'20 | 15:48
vestmannaeyjaflugvollur_l - Copy

Ljósmynd/TMS

Isavia hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum á Vestmannaeyjaflugvelli. Tilkynnt var um uppsagninar í morgun. Um er að ræða þrjá starfsmenn.

Þetta staðfesti Ingibergur Einarsson, rekstrarstjóri flugvallarins í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjar.net. Eins og kunnugt er hætti flugfélagið Ernir áætlunarflugi milli lands og Eyja í byrjun þessarar mánaðar.

Starfsmennirnir sem sagt var upp í dag eru ýmist með þrjá og upp í sex mánaða uppsagnarfrest. Samkvæmt heimildum Eyjar.net á að ræða við starfsmennina um að ráða þá aftur og þá í skertu starfshlutfalli.

Ekki þarf að fjölyrða um hvað þetta þýðir fyrir byggðarlagið ef að þjónusta flugvallarins skerðist enn. Samfélagi sem á allt sitt undir er kemur að flutningum sjúklinga til höfuðborgarinnar. Þyngstu mánuðirnir í sjúkrafluginu milli lands og Eyja eru einmitt október - nóvember og mars - apríl.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.