Fulltrúar í ungmennaráði megi ekki vera yfir 18 ára

28.September'20 | 07:15
IMG_8764

Frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var tekið fyrir erindi Umboðsmanns barna og breyting á aldursviðmiðum í 13. gr. samþykkt fyrir ungmennaráð í Vestmannaeyjum.

Umboðsmaður barna beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að líta til markmiðs æskulýðslaga um hlutverk og tilgang ungmennaráða og tryggja að í ungmennaráðum eigi eingöngu sæti fulltrúar ungmenna í sveitarfélaginu undir 18 ára aldri þannig að tryggt sé að sjónarmið barna fái vægi ítöku ákvarðanna og mótun stefnu í málefnum sem varða þau.

Samkvæmt nýlegri rannsókn eru 44 af 51 ungmennaráðum í sveitarfélögum landsins skipuð hluta til að eða jafnvel að öllu leyti, ungu fólki sem er orðið 18 ára. Ráðið samþykkir breytingu á 3. gr samþykktar fyrir ungmennaráð í Vestmannaeyjum varðandi aldursviðmið. "Fulltrúar í ungmennaráði geta orðið þeir einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru á aldrinum 13 - 18 ára þegar þeir eru skipaðir.".

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.