Ekki fallist á að greiða fyrir færslu ljósastaura og götuskápa

28.September'20 | 07:20
foldahraun_radhus_20

Ljósmynd/TMS

Tekið var fyrir bréf frá íbúum í Foldahrauni 14 og 17 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku. 

Bréfritarar sækja þar um leyfi til að nýta alla framlóðina fyrir bílastæði og óska eftir að ljósastaurar og götuskápar verði færðir til í götunni. Farið var fram á að umræddur flutningur yrði alfarið greiddur af bæjaryfirvöldum.

Fram kemur í niðustöðu ráðsins að ráðið geri ekki athugasemdir við færslu á ljósastaurum og rafmagnskössum, og þar með stækkun á innkeyrslum, háð samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.

Ráðið hafnar hins vegar beiðni um að sveitarfélagið greiði kostnað vegna breytinga. Allar framkvæmdir og breytingar skulu vera á kostnað umsækjenda eins og í sambærilegum málum, segir í afgreiðslu ráðsins.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.