Verðið og ferðatíðnin skipta mestu máli

23.September'20 | 08:00

Í eina tíð var mikil umferð um Vestmannaeyjaflugvöll.

Áætlunarflug milli lands og Eyja lagðist af í upphafi mánaðarins þegar flugfélagið Ernir tók ákvörðun um að hætta að fljúga þessa flugleið sökum lítillar eftirspurnar og ótryggra aðstæðna í þjóðfélaginu. Eyjar.net ræddi við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra um stöðuna.

Líkt og fram kom á síðasta bæjarstjórnarfundi greindi bæjarstjóri frá því að hún hafi rætt við önnur flugfélög. Aðspurð segir hún að þetta séu einfaldlega könnunarsamræður sem hafi verið og eru í gangi og ótímabært að skýra nánar frá þeim á þessu stigi.

Hún staðsestir þó að önnur flugfélög en Ernir hafi sýnt fluginu til Eyja áhuga.

Lykilatriði að komast fram og til baka innan dagsins

Hafa farið fram viðræður við ríkið um beinan fjárstuðning vegna flugsins?

Við höfum átt samtöl við samgönguráðherra, vegamámálastjóra og þingmenn um málið. Loftbrúin eða skoska leiðin er komin, sem er auðvitað ákveðið form ríkisstyrks, en hún dugar ekki til að halda uppi áætlunarflugi milli lands og Eyja. Vandi flugsins felst líka í lítilli eftirspurn. Það voru ekki nema 241 farþegi sem keyptu sér flugfar milli lands og Eyja í síðasta mánuði. Það heldur enginn uppi áætlunarflugi á þeim forsendum. En á móti kemur að framboð ferða var mjög lítið og ekki hægt að fara fram og til baka innan dagsins sem er lykilatriði, það þurfa að vera tvær ferði á dag þegar flogið er. Verðið og ferðatíðnin skipta mestu máli.

Telur þú að hægt sé að lífga ferðaþjónustuna í Eyjum við með flugsamgöngum?

Það er og hefur verið mikill metnaður og vöxtur undanfarin ár í ferðaþjónustunni í Eyjum. Bættar samgöngur skipta þar öllu máli. Flugsamgöngur eru þar undir líka og skipta máli fyrir greinina og auka möguleika ferðaþjónustufyritækja.

Á ábyrgð ríkisins að halda flugvellinum við og reka hann

Hefur það verið skoðað að Vestmannaeyjabær taki við rekstri flugvallarins?

Nei. Flugvöllurinn er á ábyrgð Isavia og engar viðræður eru um annað. Flugvöllurinn er stór þáttur í okkar öryggiskerfi er varðar sjúkraflug og fleira. Það er á ábyrgð ríkisins að halda honum við og reka hann.

Veist þú hvaða skatta flugfarþegar greiða fyrir það að lenda á Vestmannaeyjaflugvelli?

Sama og þeir greiða annarsstaðar vænti ég.

Sjá einnig: Þurfa 10 milljónir á mánuði til að geta haldið úti Eyjaflugi

Meira þarf að koma til

Hvað telur þú að sé eðlilegt verð sé fyrir flugferð aðra leið til Eyja?

Ég tel að verðið i dag sé allt of hátt og þarf að lækka til muna til þess að flugið verði valkostur fyrir almenning. Loftbrúin, skoska leiðin, á að hjálpa þar til. En meira þarf að koma til.

Aðpurð um hve margir flugfarþegar komu til Eyja með flugi þegar mest var segir Íris að á árunum áður en Landeyjahöfn opnaði hafi þeir verið að meðaltali vel yfir 70.000 á ári. „Það varð mikil breyting eftir að siglingar hófust í Landeyjahöfn.

Í fyrra voru þeir 11.525 með áætlunarflugi með Erni en fyrstu 8 mánuði þessa árs voru þeir 3.193.” segir Íris.

Ábyrgðin á að tryggja samgöngur við Vestmannaeyjar hjá ríkinu

Telur þú að Herjólfur nægi fyrir bæjarbúa og ferðaþjónustuna í Eyjum?

Nei. Það er ekki nóg að hafa Herjólf fyrir íbúa, atvinnulífið og ferðaþjónustuna. Ekki síst öryggisins vegna. Við þurfum á áætlunarfulgi að halda. Þessum sjónarmiðum hefur verið komið rækilega á framfæri við samgönguyfirvöld. Enda er ábyrgðin á að tryggja samgöngur við Vestmannaeyjar hjá ríkinu hvort sem er að um ræða flug- eða sjósamgöngur.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).